150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóður launa.

813. mál
[22:13]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Örstutt um þetta: Þessi tillaga snýst um félög í skattaskjóli. Þetta er nauðsynleg breyting og allir sem komu fyrir nefndina, sérfræðingar, ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri, sögðu að ákvæði í frumvarpi, og nú breytingartillögur meiri hlutans, væru ekki fullnægjandi til þess að verja okkar sameiginlegu sjóði fyrir þeim sem ekki taka þátt í að borga í okkar sameiginlegu sjóði. Hér er tækifæri, þingheimur, til að verja okkar sameiginlegu sjóði fyrir þeim sem ekki taka þátt í okkar uppbyggingu. Ég gef ykkur tækifæri, gjörið svo vel, allir á grænu.