150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

uppbygging að loknum veirufaraldri.

[13:38]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Orð án gjörða eru eins og líflaust hjarta. Það er átakanlegt að horfa upp á málflutning og aðgerðaleysi þegar kemur að umhverfisvernd, velferð og nýsköpun; að horfa á þetta hverfa eins og dögg fyrir sólu nýfrjálshyggjunnar í þessari ríkisstjórn. Þó er það ekki eins átakanlegt og málflutningur þeirra sem halda því fram að svo sé ekki. Fallegar ræður um jöfnuð og velferð skipta engu máli á meðan Sjálfstæðisflokknum er leyft að ráða ferðinni. Í núverandi ríkisstjórn þýðir það stöðnun, ríghaldið er utan um fortíðarskipulag og framtíðarsýnin er engin. Ég hef ekki séð hana enn.

Hér er engin sérstök spurning, forseti, og hæstv. forsætisráðherra þarf ekki að svara þessu frekar en hún vill. Það er takmarkað í hve miklum mæli hægt er að bjóða fólki upp á orð án aðgerða.