150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

samþjöppun í sjávarútvegi.

[13:47]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég held að það þurfi ekki að vera endilega einhver ákveðin stærðarmörk á fyrirtækjum til að stjórnendur þeirra eða fyrirtækin sjálf geti unnið gegn þjóðarhag. Ég held að það sé ekkert sammerkt því að stór fyrirtæki geti endilega verið hættulegri þjóðarhag en tiltölulega smáar, öflugar einingar. Ég held ekki að það sé samasemmerki á milli stærðar og hættulegra athafna. Það er bara mín sannfæring. Og þegar hv. þingmaður spyr hvort verkefnisstjórnin hafi ekki umboð til að ræða alla skapaða hluti þá gekk ég frá erindisbréfi fyrir verkefnisstjórnina, sem ég er ekki alveg með í kollinum, ég veit að hv. þingmaður þekkir það betur en ég, en verkefnisstjórninni var ætlað að vinna á öllum þeim athugasemdum sem tilteknar voru í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það er verkefnið sem liggur fyrir verkefnisstjórninni. Erindisbréfið var samið á þeim grunni. Það er svar mitt við fyrirspurn hv. þingmanns.