150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

nýting vindorku.

[14:08]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Það er ágætur samkvæmisleikur að spyrja okkur til skiptis um afstöðu okkar. Ég átta mig fullkomlega á því hvert hv. þingmaður er að fara og geri enga athugasemd við það. Það er mjög eðlilegt. En málefnalega skiptir auðvitað mestu máli að það þarf að skýra og búa til almennilegt ferli og sú vinna stendur yfir og er í mjög góðri samvinnu á milli okkar, mín og umhverfis- og auðlindaráðherra. Verkefnið er einfaldlega að útbúa ramma og svarað því skýrt hvaða reglur gilda um vindorkukosti og í hvaða ferli þeir eiga síðan að fara. Það verður annað ferli en fyrir jarðvarma og vatnsafl. Það er alveg ljóst.

Mín persónulega afstaða til vindorku er að ég tel að reglurnar þurfi að vera skýrar. Ramminn þarf að vera skýr um það hvað skiptir mestu máli þar. Umhverfissjónarmið eiga við um vindorku eins og aðra kosti, annars konar þó. Í þessum efnum eins og svo oft áður finnst mér líka ágætt að líta til þeirra landa sem komin eru lengra en við, eru með meiri reynslu af uppbyggingu vindorku en við, hafa gert mistök sem við getum þá reynt að forðast. Þess vegna höfum við byggt vinnu okkar á því að horfa til þeirra ríkja þannig að það er einfaldlega verkefnið. Ég sé alveg fyrir mér og geri ráð fyrir því uppbygging vindorku verði hér á landi og myndi fagna því svo lengi sem það er rétt gert.