150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025.

643. mál
[15:21]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni andsvarið. Af allri umræðu að dæma sýnist mér því miður ekki ganga neitt sérstaklega vel að eiga við þau vandræði sem fylgja einelti, sérstaklega ekki á yngri stigum, í grunnskóla og leikskóla, því að eins og allir þekkja sem kynna sér þessi mál er slík vandamál að finna á öllum aldri, ef svo má segja. Ég vona að baráttan gegn ofbeldi gangi betur en baráttan gegn einelti hefur gengið í gegnum tíðina. Ég held að það hafi ekki verið spurning í andsvari hv. þingmanns, en ég ítreka að ég vona að baráttan gegn ofbeldi gangi betur en baráttan gegn einelti undanfarin ár og áratugi.