150. löggjafarþing — 112. fundur,  2. júní 2020.

forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025.

643. mál
[16:33]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tók eftir því í ræðu hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar að hann vísaði sérstaklega til stöðu fatlaðra kvenna, þær eigi erfitt með að fá brot gagnvart sér viðurkennd og að þær séu líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni en ófatlaðir konur. Ég vil því spyrja hv. þingmann hvort hann telji að hlutgerving fatlaðra kvenna og niðrandi tal í þeirra garð á opinberum vettvangi sem og annars staðar geti átt þátt í því að staða fatlaðra kvenna er eins slæm og raun ber vitni þegar kemur að þessum málaflokki.