150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025.

643. mál
[15:41]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða sannkallað þjóðþrifamál sem Samfylkingin styður með ráðum og dáð. Þetta eru mál sem er mjög mikilvægt að fræða um og ræða um og þetta eru mál sem ekki eiga að liggja í þagnargildi. Fræðsla er mikilvægust alls þegar kemur að þessu málum. Ég vil þó einvörðungu halda til haga þeim fyrirvara sem ég setti við nefndarálitið og hef enn. Það varðar áhyggjur mínar af því að fjárþörf sé vanmetin þegar kemur að þessu máli og að ekki séu nægilegar fjárveitingar ætlaðar til þessa þarfa máls.