150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

þingsköp Alþingis.

840. mál
[16:28]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Mig langaði bara til að spyrja hæstv. forsætisráðherra, sem byrjaði ræðu sína á að tala aðeins um þennan þingstubb sem verður í sumar, hvort það sé ekki alveg skýrt að á þeim þingstubbi verði ekki mál, ríkisstjórnarmál, sem verða eftir nú í júní. Það verði sem sagt bara ný mál sem koma þá eftir 25. júní, og eru tengd Covid eða núverandi ástandi, sem kemur til greina að taka til umræðu á þessum þingstubbi ásamt fjármálastefnu.