150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands.

523. mál
[14:27]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Alþingi og stjórnvöld þurfa sárlega á því að halda að traust almennings á þeim aukist eða verði endurreist, skulum við segja. Hér er viðleitni í þá átt, en aðeins hálf leiðin farin. Í trausti þess að hugurinn beri mann hálfa leið í viðbót styðjum við þetta frumvarp, en það hefði mátt gera miklu betur.