150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

um fundarstjórn.

[14:43]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Bara mjög stutt: Þetta grín sem forseti var með, um það að málið geti gengið til 3. umr. ef enginn hreyfir andmælum, það er reglan. Það er reglan sem alltaf hefur verið. Forseti hnýtir að óþörfu í þingmann sem er að gagnrýna að hann sé að taka sér vald samkvæmt 80. gr. sem hann hefur aldrei haft, fékk í Covid og vill halda í. Við samþykkjum það ekki.