150. löggjafarþing — 118. fundur,  16. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[17:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég spyr á móti: Af hverju þurfa einkaaðilar endilega að vera hæfari en opinberir? Þegar allt kemur til alls þá er þetta fólk og fólk í bæði opinbera og einkageiranum getur … (Gripið fram í.) — tökum það í aðeins stærra samhengi.

En hitt síðan með framtíðarfjármögnun, ég held að eina rökrétta lausnin þegar allt kemur til alls sé kílómetragjald, þ.e. mælir, alveg eins og við erum með mæli á hitaveitu og rafmagn. Það er sanngjarnasta leiðin í rauninni í svona mælingum af því að allar veggjalda- og notkunargjaldaaðferðir innihalda ákveðinn persónurekjanleika, sem ég tel algerlega óboðlegt í stærri myndinni. Það er einnig ónákvæmara að nota þær aðferðir þar sem fólk getur farið hjáleiðir og liðið betur að fara (Forseti hringir.) fram hjá vegtollinum og fara krókinn þó að það kosti meira.