150. löggjafarþing — 118. fundur,  16. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[17:19]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mig langar aðeins að nefna eitt. Hv. þingmaður er áhugamaður og talnaglöggur fulltrúi í fjárlaganefnd. Mig langar að heyra aðeins ofan í hann, ef hann getur trúað okkur fyrir því, hvort forsendur samgönguáætlunar hafi eitthvað verið ræddar í fjárlaganefnd. Samfélag okkar hefur orðið fyrir miklum áföllum á undanförnum vikum og mánuðum, við höfum þurft að taka á okkur auknar lántökur vegna Covid og þær eru fyrirsjáanlegar á næstu misserum, trúlega. Eru ekki forsendur þessarar samgönguáætlunar óvenjuveikar eða eru þær hreinlega brostnar? Hvert er mat hv. þingmanns?