150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

hugtakið mannhelgi.

627. mál
[11:27]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Fyrir skömmu var mælt fyrir þingsályktunartillögu um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Þar varð framsögumanni tíðrætt um hugtakið mannhelgi og lagði áherslu á að það stæði framar öðrum gildum. Ég tek heils hugar undir það. En hugtakið mannhelgi á ekki við um alla að mati fyrirspyrjanda þegar hann sagði í andsvari fyrir skömmu að ófædd börn stæðu utan við mannhelgi. Hann skírskotaði þá til nýrra laga um fóstureyðingar þar sem heimilt er að deyða fóstur degi áður en hægt er að bjarga því. Fóstureyðingarlögin sem voru samþykkt fyrir réttu ári voru eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar með heilbrigðisráðherra í broddi fylkingar. Það að þessi ríkisstjórn skuli mæra sig af mannhelgi í heilbrigðisþjónustu er sýndarmennska. Nýju fóstureyðingarlögin eru svartur blettur á þessari ríkisstjórn og henni ekki til blessunar eins og allir sjá.