150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

hugtakið mannhelgi.

627. mál
[11:30]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Forseti. Ég kem upp í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað í þingsal um þetta orð, mannhelgi. Ég verð að segja að ég er hugsi og það veldur mér vonbrigðum að hlusta á þá orðræðu hér. Við hljótum að geta gert ráð fyrir því að undir orðið mannhelgi falli líka konan og hennar réttur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)