150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

um fundarstjórn.

[11:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli á því að nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forföll í þennan fyrirspurnatíma. Þar átti að spyrja hæstv. ráðherra út í biðlista og skimanir ferðamanna. Á sama tíma vitum við að ráðherrann hefur forðast að koma fyrir velferðarnefnd til að ræða einmitt þessar skimanir. Í minnst tvær vikur reyndi nefndin að fá ráðherra til að koma fyrir nefndina. Ráðherra sá sér ekki fært að koma á nefndadögum eða á öðrum tímum. Maður fer að velta fyrir sér, hæstv. forseti, hvort ráðherrann sé að forðast það að ræða þessi mál og þetta mál við þingmenn. Ég skora á hæstv. forseta að tryggja það að heilbrigðisráðherra komi sem allra fyrst og ræði við þingið og þingmenn um skimanir og biðlista sem heyra undir hann, þennan ágæta ráðherra.