150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

staðsetning starfa.

904. mál
[12:37]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessari umræðu hér í dag eins og fleiri hafa gert. Mér fannst ástæða til að koma hingað upp þegar ég heyrði sýslumenn nefnda sem dæmi þar sem staðan hjá þeim og aðgengi að þeim er oft afleitt á landsbyggðinni.

Mig langar líka að nefna uppsögn aðstoðarmanna tollstjóra á Seyðisfirði. Það finnst mér vera með því stóra sem er að gerast í Norðausturkjördæmi og verður að stoppa með öllum ráðum. Síðan eru skatturinn og tollurinn sameinaðir og eru að leita að nýju húsnæði. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort ekki sé sniðugt núna að dreifa þeirri starfsemi hringinn í kringum landið.