150. löggjafarþing — 119. fundur,  18. júní 2020.

framkvæmdir á vegum NATO hér á landi.

825. mál
[13:10]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Þetta er áhugaverð umræða og ég var ánægður að heyra hæstv. ráðherra lýsa því yfir að frekari ákvarðanir í þessum efnum fari náttúrlega eftir eðlilegum leiðum, svo sem hans er von og vísa. Að sjálfsögðu er það unnið þannig þó að hér sé verið að reyna að blása upp eitthvert moldviðri af hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar.

Annars er ég sérstaklega ánægður með að heyra hv. þingmenn Miðflokksins kalla sérstaklega eftir flýtingu framkvæmda, að fjármunum verði komið í vinnu. Hér síðar í dag munum við fjalla um nokkur verkefni sem fjalla akkúrat um það, að flýta vegaframkvæmdum, samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, koma upp borgarlínu og fleiru þar sem fjármunir bíða bara eftir að komast í vinnu. Ég treysti því að hv. þingmenn Miðflokksins séu jafn áfjáðir í að þeir fjármunir komist í vinnu og þessir.