150. löggjafarþing — 120. fundur,  18. júní 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Borist hafa bréf frá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 710, um birtingu alþjóðasamninga, á þskj. 1459, um ræstingarþjónustu, frá Andrési Inga Jónssyni, á þskj. 1142, um aðgerðaáætlun byggðaáætlunar, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, á þskj. 1438, um lögbundin verkefni ráðuneytisins, og á þskj. 1164, um samninga samkvæmt lögum um opinber fjármál, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 1052, um áhrif erlendra ríkja á niðurstöður kosninga, frá Helga Hrafni Gunnarssyni, á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, og á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir, frá Ólafi Ísleifssyni, og loks við fyrirspurn frá Brynjari Níelssyni á þskj. 1418, um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum.