150. löggjafarþing — 120. fundur,  18. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[15:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni fyrir ræðuna. Ég orðaði það þannig í ræðu minni að þessi framtíðarsýn á umferðarmannvirki og annað slíkt væri eins og góð skáldsaga með sannsögulegu ívafi, mörgum slaufum og mjög kostnaðarsömum útúrdúrum. Hv. þingmaður tók Vaðlaheiðargöngin sem dæmi og við vitum að þegar búið er að taka eitthvað út úr vegáætlun og við ætlum í einkaframkvæmd verður það mun dýrara. Það hefur sýnt sig að það verður margfalt dýrara. Er hv. þingmaður ekki sammála um að finna þurfi lausn á því? Ríkið getur tekið miklu hagkvæmara lán til að gera þetta en einkaaðilar nokkurn tímann. Einhver þarf að borga brúsann (Forseti hringir.) og einhver þarf að borga gróðann. En það þarf ekki að hugsa um það (Forseti hringir.) ef framkvæmdin er á vegum ríkisins.