150. löggjafarþing — 120. fundur,  18. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[16:41]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég held að þetta sé, eins og við ræddum áðan, lykilpunktur, að við þurfum að sjá heildarsamhengið. Hv. þingmaður nefndi jarðgöng og við erum með fullt af verkefnum þar undir sem skipta gríðarlega miklu máli fyrir þau svæði þar sem þau eiga að rísa. Ég held að við þurfum að fara miklu hraðar í það verkefni. Við þurfum að fara miklu hraðar í að byggja jarðgöng, bæði út af öryggi vega og líka út af heildarsamhenginu en ekki síður út af orkuskiptum, eins og ég nefndi. Hluti af því er stytting leiða. En fyrst og fremst tek ég hjartanlega undir það með hv. þingmanni að við þurfum að horfa á heildarsamhengið við ákvörðun jarðgangakosta og vegaframkvæmda og líka í samhengi við orkuskiptin.