150. löggjafarþing — 123. fundur,  23. júní 2020.

sorgarorlof foreldra.

653. mál
[11:39]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka fyrir að þessi fyrirspurn er komin fram. Hún er falleg, kemur úr óvæntri átt. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að bera hana hér fram vegna þess að það er alveg rétt sem hann segir, það er ólýsanlegt áfall að missa barn, hverjum þeim sem verður fyrir því. Það er alveg ærið að takast á við þó að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við. Þetta ástand ríður mörgum samböndum að fullu, því miður. Ef það væri einn hópur sem ég myndi benda hæstv. ráðherra á að gaumgæfa við þá vinnu sem virðist vera hafin í ráðuneytinu, sem ég fagna mjög, væru það foreldrar sem missa fullburða barn ófætt. Það er sama áfallið, það er sama sorgin sem vinna þarf úr. Hún fer ekkert frá manni og ég hvet ráðherra til að hafa þann hóp einnig í huga.