150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[15:37]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ef ég hefði svarið þá myndi ég glöð upplýsa það hér. En að öllu gamni slepptu þá held ég að við festumst því miður oft í að horfa í aurinn í staðinn fyrir að telja krónurnar. Það er erfitt að horfast í augu við stóra stofnkostnaðinn og við gleymum hversu mikið sparast að lokum. Það er hugsunarháttur sem við þurfum að venja okkur af og horfa til framtíðar. Í svona verkefnum eru gríðarlega mikil tækifæri og sem betur fer eru þó alla vega einhverjir fjármunir í Orkusjóði til að stuðla að slíkum verkefnum. Það mætti gera með miklu myndarlegri hætti, ekki síst, eins og hv. þingmaður bendir á í andsvari sínu, í ljósi þess gríðarlega sparnaðar sem er af verkefninu. (Forseti hringir.) Það borgar sig upp á örfáum árum.