150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:14]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að endurtaka mig en ég er sammála hv. þingmanni hvað þessi sjónarmið varðar. Það er auðvitað þannig með þetta frumvarp að það er dálítið áberandi, þegar maður skoðar það, að það er rýrt í orðum talið en mikið undir, og spegilinn á inntakið er ekki síst að finna í þessum umsögnum. Þetta er ekki sagt með einhverja sérstaka gagnrýni í hug, ég er hlynnt þessu máli og tel það vera gott. En til að sjá hvað er raunverulega í gangi og hvaða hagsmunum ætlunin er að ná fram þarf að skoða umsagnirnar. Það finnst mér kannski ekki síst eiga við um þessa umsögn (Forseti hringir.) frá Samtökum iðnaðarins um gagnsæi og hverju þyrfti að skerpa á þar.