150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:23]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að það væri mjög mikilvægt að fá það skýrt fram frá forseta hvort honum finnist að áheyrnarfulltrúar eigi ekki rétt á að láta álit sitt í ljós á fundartíma á þingfundartíma. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá það skýrt fram. Flokkarnir hafa auðvitað sína fulltrúa í nefndum, þótt þeir hafi kannski ekki atkvæðisrétt þar, og þá skiptir máli að þeir geti tekið þátt í nefndarfundum. Það skiptir máli að þeir geti komið á nefndarfundi og að þeir hafi eitthvað um það að segja hvenær þeir eru haldnir, sér í lagi þegar þeir eru boðaðir með svona stuttum fyrirvara. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að forseti upplýsi um það hvort hann hafi gefið leyfi fyrir þessum nefndarfundi, hvort það hafi spilað inn í að hv. þm. Björn Leví Gunnarsson sé áheyrnarfulltrúi og hvort það liggi fyrir samþykki allra hinna nefndarmannanna fyrir fundinum vegna þess að það liggur ekki endilega fyrir hvort svo sé. Það er mjög mikilvægt að forseti árétti það hvort að það sé í lagi að skilja áheyrnarfulltrúa bara út undan.