150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:27]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er áhugavert að hlýða á þessa umræðu um fundarboðun. Ég velti því fyrir mér hvort það sé raunverulega þannig að það hafi þýðingu í þessu sambandi hvort um áheyrnarfulltrúa er að ræða eða ekki. Ég játa það að þekkja ekki regluverkið. En ég verð að segja að mér þætti niðurstaðan dálítið ólógísk ef svo væri, með tilliti til gangverks þingsins. Ég kemst ekki hjá því að setja þetta í samhengi við umræðu sem við áttum hér fyrir nokkrum dögum sem varðaði líka áheyrnarfulltrúa og þá möguleika sem honum voru veittir, eða öllu heldur ekki veittir, til að ramma inn pólitísku afstöðu sína. Ég ætla ekki að orðlengja um það, við munum öll eftir umræðunni um hvort áheyrnarfulltrúi megi setja inn fyrirvara, sem var praxísinn, en var það ekki lengur í blálok þingsins.