150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:31]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnast það mjög óvönduð vinnubrögð að senda fundarboð fimm mínútum fyrir boðaðan fundartíma án þess að kanna hvort vilji sé fyrir því að halda nefndarfund á þingfundartíma, Það er bara lágmarksviðleitni að kanna hvort vilji þingmanna stendur til þess að halda nefndarfund á þingfundartíma. Það er ekki hægt að senda fundarboð um nefndarfund með fimm mínútna fyrirvara og ætlast til að það sé bara allt í góðu lagi. Ég velti fyrir mér hvort farið hafi meiri tími í að óska eftir samþykki forseta en að óska eftir samþykki nefndarmanna og hvort forseti hafi fullvissað sig um að samþykki allra nefndarmanna lægi fyrir vegna þess að forseti hefur sagt að hann telji rétt að ganga úr skugga um að samþykki allra nefndarmanna liggi fyrir áður en hann samþykkir fund. Forseti hefur þurft að hafa hraðar hendur og yfirsjást ansi mikið til þess að samþykkja þennan fund. Þetta er mjög bagalegt, hæstv. forseti.