150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[17:19]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég get ekki annað en verið innilega sammála honum að þessu leyti. Ég fæ það á tilfinninguna að Orkusjóður gæti í sjálfu sér verið einhvers staðar annars staðar, það þurfi ekkert að vera með enn einn sjóðinn fyrir einhverja hluti. Það væri hægt að útvista honum og skýra betur hvað hann á nákvæmlega að gera. Þannig væri girt fyrir að fólk efaðist um hvort rétt væri gefið úr sjóðnum eða hvort verið væri að hygla einum eða öðrum á kostnað annars, þannig að það væri alveg á hreinu. Þarna erum við að búa til enn eina stjórnina. Hversu margar stjórnir ætlum við að hafa? Og þetta kostar fé. Ég spyr: Væri ekki hægt að spara og hafa þetta hreinlega einhvers staðar annars staðar?