150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[19:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég spurði á þingfundaskrifstofunni hvort ráðherra hefði svarað því hvort hún ætlaði að mæta og ræða sitt eigið frumvarp, sem ekki er búið að breyta hvað varðar faglega nálgun og minni freistnivanda. Skrifstofa Alþingis veit ekki til þess að ráðherra hafi svarað, þannig að þar sem þetta er síðasti séns að eiga orðastað við ráðherra í hennar eigin máli vil ég óska eftir því að ég sé settur aftast á mælendaskrá af því að ég get bara haldið tvær ræður við 3. umr. Ég hef bara tvö tækifæri til að eiga orðastað við ráðherra um málið, annað er farið en ég vil halda hinu. Þannig að ég óska eftir að fara aftast á mælendaskrána.