150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:16]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Stutta svarið, hv. þingmaður, er bara: Já, við eigum að gera það. Við eigum, held ég, gríðarleg tækifæri í kringum orkugreinarnar og við erum sem betur fer að nýta þau tækifæri talsvert. Ég held að við getum gert enn betur. Við höfum svo gott dæmi um hvað það skiptir miklu máli að þar sem sérstaðan er mikil, alveg eins og í allri tækni sem hefur byggst upp í kringum íslenskan sjávarútveg því að við höfum verið svo lánsöm að þar erum við að framleiða tól og tæki sem eru algerlega í heimsklassa, getum við alveg farið út í framleiðslu á búnaði sem er í heimsklassa og við getum selt. (Forseti hringir.) Það er ekki bara hugvitið tómt sem við getum selt.