150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

heilbrigðisþjónusta.

439. mál
[10:33]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er á ferðinni eitt af þeim málum sem ekki fékk fullnægjandi meðferð í velferðarnefnd sökum tímaskorts, því miður, og lítils vilja meiri hluta til að vinna það á fullnægjandi hátt. Það sést á því að eftir 2. umr. dúkkar upp breytingartillaga vegna þess að einhverjum orðum er ofaukið. En þetta er ekki það eina sem er vandamálið við þetta mál. Það er verið að fara gegn ráðleggingum landlæknis, gegn ráðleggingum allra heilbrigðisstétta sem starfa á Landspítala og fleira er varðar strúktúrinn innan Landspítala og hvernig svona starf er uppbyggt, þannig að við getum ekki stutt þessa aðgerð. Þetta mál er ekki nógu þroskað, það hefði þurft að fá betri vinnu og betri yfirferð í nefndinni.