150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[11:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er að vissu leyti rétt, það er hægt að réttlæta 20–30% meiri kostnað við einhverja svona samgönguframkvæmd ef forgangsröðunin endurspeglar slíkan kostnað af töfum á uppbyggingu þeirrar framkvæmdar. Við erum hins vegar ekki með slíka forgangsröðun. Hún er bara ekki til staðar með þessum verkefnum án samgönguáætlunar. Ef verkefnið er það neðarlega á lista að samfélagslegur kostnaður við að geyma verkefnið það lengi er meiri en 20–30% þá er komin mjög góð ástæða til að leita til einkaaðila til að flýta þeim framkvæmdum, en þessar framkvæmdir eru mjög samfélagslega arðbærar og ættu að vera mjög ofarlega á lista yfir þær framkvæmdir sem eru fjármagnaður með okkar samfélagslega sáttmála um samgönguáætlun. Að draga þær út úr þessari háu forgangsröðun er ekkert nema skattahækkun í rauninni af því að viðbúnaðurinn (Forseti hringir.) hjá nærsamfélaginu er að verið sé að fara í þessar framkvæmdir af því (Forseti hringir.) að þær séu þjóðhagslega arðbærar.