150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[11:26]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ósanngjörn skattheimta er það vegna þess að hún mismunar eftir tekjum. Allir borga sömu greiðslu, en greiðslan er bara brot af tekjum hins hæst launaða. Greiðslur eru kannski tvisvar, þrisvar eða fjórum sinnum hærri hjá þeim sem eru á lægstu launum með 300.000 kr. útborgaðar og verða kannski að nota viðkomandi veg til að komast úr og í vinnu. Þetta er ekki sanngjarnt. Þetta er nákvæmlega það sama og skeður t.d. með umferðarsektir. Það er auðvitað algjörlega með ólíkindum að tveir einstaklingar þurfi að borga umferðarsekt upp á 100.000 kall og annar er með 300.000 kr. á mánuði en hinn með 3 millj. kr. í mánaðarlaun. Og þetta kallast sanngjarnt. Þetta er bara langt frá því að vera sanngjarnt og getur aldrei orðið sanngjarnt. Ef við gætum bara sett þetta þannig upp að hægt væri að tekjutengja þetta. Svo eru þeir sem freistast til að fara í gegn og hafa ekki efni á að borga, þá er bíllinn bara undir.