150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

lyfjalög.

390. mál
[16:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Ólafur Þór Gunnarsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Lyfjanefnd Landspítalans verður lyfjanefnd allra heilbrigðisstofnana landsins. Fyrir mitt leyti alla vega tel ég ekki ástæðu til að ætla annað en að hún muni gæta hagsmuna allra stofnananna og að hún muni tryggja það að þær ákvarðanir sem hún tekur muni nýtast þeim stofnunum sem ákvarðanirnar eru teknar fyrir. En það er hins vegar þannig að það er eðlilegast að hún sé vistuð á Landspítalanum. Líklega eiga vel yfir 90% af öllum ákvörðunum sem þessi mál nefndarinnar snúast um við Landspítalann. Þess vegna er eðlilegast að hún sé vistuð þar. En eins og þingmaðurinn kom inn á getur hæglega verið að sérfræðiþekking kunni að leynast annars staðar, eða sú þekking sem ráðherra telur þurfa í nefndinni, og þess vegna erum við að gera þessa breytingu.