150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða.

666. mál
[18:35]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég talaði hér fyrir mig sjálfan og lýsti ánægju minni með þetta mál og ég var ekki að svara fyrri ræðum nema að því eina leytinu til að ég lýsti mig, öfugt við síðasta ræðumann, mjög ánægðan með þetta mál en hann gagnrýndi ýmislegt í því. Annað var það nú ekki. Sú ræða sem hv. þm. Helga Vala Helgadóttir flutti var ekki tilefni þess að ég fór í ræðustólinn. Ég hafði ekkert um hana að segja.