150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða.

666. mál
[11:13]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um frumvarp sem lagt er til að verði heildarlög um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Lagt er til að komið verði á fót nýju kerfi félagslegs stuðnings við aldraða sem búsettir eru hér á landi og eiga engin eða takmörkuð lífeyrisréttindi í almannatryggingum. Við meðferð málsins kom fram að þetta er hópur sem telur rúmlega 400 manns. Þetta er mjög mikilvægt því að það er hópur sem á lítinn sem engan rétt og þarf jafnvel að leita mánaðarlega til síns sveitarfélags til að fá framfærslustyrk.