150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna .

715. mál
[21:41]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir góða vinnu í þessu mikilvæga máli sem snýst um að auka gagnsæi í jarða- og landaviðskiptum, sem er þjóðþrifamál, og sporna gegn óhóflegri samþjöppun lands á fárra manna hendur. Ef við erum einhvern tímann að greiða atkvæði um almannahagsmuni hér í þessum sal er það þegar við greiðum atkvæði um svona mál sem yfirgnæfandi meiri hluta þjóðarinnar hefur kallað eftir að Alþingi taki á. Það erum við að gera hér.

Ég segi já, herra forseti.