150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir .

944. mál
[21:57]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ábyrgð kreditkortafyrirtækja er ekki felld úr gildi að ég best veit. Þau standa náttúrlega áfram undir sínum ábyrgðum eins og segir í regluverki þeirra og það á náttúrlega að ganga alveg eftir því sem þau hafa samþykkt. En um samspil þess og þessa frumvarps er ekki tekið fram neitt sérstaklega, enda er það sérstakt fyrirtæki og við förum ekkert inn í það að svo komnu máli. Ég veit það að í fyrra málinu, sem flutt var og var svo dregið til baka, voru kölluð til fyrirtæki sem voru með kreditkort og það hafði ekki endilega komið til þeirrar ábyrgðar vegna þess að fyrirtækin voru annaðhvort búin að borga út ferðirnar eða gáfu inneignarnótu og það hafði ekki reynt sérstaklega á það. Ég hef ekki fengið staðfest hvernig þetta hefur gengið fyrir sig hjá kreditkortafyrirtækjum núna eftir að þetta seinna mál kom upp.