150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir .

944. mál
[22:01]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Ég ætla alls ekki að tefja þingstörf, alls ekki. Ég ætla bara að lýsa því yfir að ég geri mér fulla grein fyrir að ferðaþjónustufyrirtækin sem selja ferðirnar bera hina endanlegu ábyrgð. Það er alveg hárrétt. Þau bera hina endanlegu ábyrgð. Ég er einungis að tala um það að ef þessi ábyrgð hrekkur ekki til, þ.e. ef ferðaþjónustufyrirtæki fer á hausinn, hver ber þá ábyrgðina? Er það þessi sjóður? Hann gerir það auðvitað gagnvart ferðamanninum ef hann borgar honum. En ef ábyrgðin er hjá kreditkortafyrirtækinu þá set ég spurningarmerki við það ef ríkissjóður ætlar að taka þá ábyrgð yfir. Það er þetta sem ég er að meina. Ég veit auðvitað að söluaðilinn ber endanlegu ábyrgðina en ef hann er ekki lengur til staðar þá hef ég áhyggjur af þessu.

Ég ætla ekki að tefja störf þingsins meira. Þetta er bara athugasemd mín.