150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[23:43]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hjó nú ekki eftir neinni spurningu, þetta voru bara svona vangaveltur um málið. Ég held að það sé ekki hægt að tala um að lögreglan sé að fást við sjúkdóma í þessu sambandi. Við getum líka farið út í önnur afbrot sem oft, og oftast, eru afleiðing af einhverjum sjúkdómum. Lögreglan er að fást við þetta alla daga og þess vegna þarf hún kannski að fá skýrt verklag og vera í sátt þó að hún sé ekki endilega að stjórna þessu. Það þarf að vera mikið samráð um þetta.