150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[23:47]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hæstv. heilbrigðisráðherra sé full vilja til að vinna að þessu máli. Þessi frávísun til ríkisstjórnar og til heilbrigðisráðherra er auðvitað gerð með hennar samþykki. Hún var tilbúin til að taka málið að sér og vinna að því áfram. Ég er ekki svo hátt sett að ég sé í þessum samningaviðræðum þannig að ég get ekki sagt af hverju þetta fór svona í þinglokasamningum. Ég hef ekki skýringar á því. En þetta fór svona í þeytivindunni. Ég held að það hafi kannski líka verið af því að þetta kom ekki strax fram og hefði kannski þurft að breytast strax í byrjun frá flutningsmanni. Ég ætla ekki að útskýra hvar á leiðinni það fór ofan í skurð eða endaði svona. En svona er þetta lagt á borð fyrir okkur í dag.