150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[23:54]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að lengja þetta mál að neinu leyti. Ég er á frumvarpinu og ég er á nefndaráliti minni hlutans. Þetta mál er svo einfalt. Við refsum ekki veiku fólki. Þetta er ekki flókið. Þetta er svo einfalt að við verðum bara að segja það aftur: Við refsum ekki veiku fólki. Hvernig í ósköpunum ætlum við að segja að einhver fæðist og segi: Ég ætla að verða fíkniefnum að bráð. Spáið í þetta. Er það ekki nógu mikil refsing að lenda í þeirri aðstöðu að vera fíkill? (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Við þurfum ekki að refsa þeim meira. (Gripið fram í: Nei.) Hættum því. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)