150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu.

38. mál
[00:26]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Guðjóni S. Brjánssyni fyrir ræðuna og lýsi því hér yfir að ég er algjörlega sammála því sem hann sagði. Hins vegar hefur það gleymst að setja nafn mitt á nefndarálitið. Ég hef þegar farið fram á uppprentun vegna þess. Ég vildi að þetta kæmi fram hér við umræðuna.