150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[00:57]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en við umfjöllun nefndarinnar kom fram að tenging launavísitölu myndi ekki sjálfkrafa hækka bæturnar. Ég vil eiginlega fá skýringu á því. Það segir sig sjálft að hvort sem það er með launaþróuninni eða vísitöluhækkuninni þá er alltaf verið að tryggja þessum einstaklingum bestu hækkun sem hægt er að fá, tvöfaldan lás. Hvernig í ósköpunum er hægt að horfa fram hjá því og reyna að snúa út úr með því að launaþróun tryggi þetta ekki? Það er enginn að tala um að hún eigi að tryggja það heldur er verið að fara eftir rétti. Hvernig vill hv. þingmaður skýra það út að ekki eigi að tryggja og fara eftir þeim rétti sem er búið að setja í 69. gr. almannatryggingalaga, að það skuli fara eftir launaþróun, annars eftir vísitölu?