150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[01:00]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni fyrir fyrirspurnina. Ég er alveg sannfærður um að Davíð Oddsson, hæstv. fyrrverandi forsætisráðherra, setti mörg góð lög á Alþingi og ég er algerlega sannfærður um að það sem hér hefur verið haft eftir honum hefur örugglega verið vilji hans og meining. En það er samt greinilegt að eitthvað hefur það skolast til og leitað í aðrar áttir ef það er allt saman rétt. Ég tek bara undir með fyrirspyrjanda um að við skulum tryggja það með belti og axlaböndum að þessi hópur, sem hér er gert ráð fyrir að verði skipaður, geri það og komi okkur aftur á rétta braut, brautina sem Davíð Oddsson markaði.