150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[02:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Það er alltaf verið að breyta þessu þegar kemur að öryrkjum. Við sáum það á árunum eftir hrun að það var alltaf tekið úr sambandi þannig að þeir fengju ekki þessa hækkun. Yfir ákveðið tímabil safnaðist í raun upp tugmilljarða skuld við öryrkja þessa lands. Þeir fengu ekki eins og þeir hefðu átt að fá samkvæmt lögum af því að í fjárlögum var það tekið úr sambandi. Heldur einhver að það yrði gert þegar kemur að launum þingmanna? Jú, höfum við gert það, hvað einu sinni að taka laun okkar úr sambandi? Hvað hefur það oft verið gert við öryrkja, að taka úr sambandi að þeir fái þessa hækkun? Það er greinilega ekki sama hvort menn eru Jón eða séra Jón. Menn hugsa um sína hér en þessi ríkisstjórn hefur sýnt það aftur og aftur og aftur og aftur að hún er ekki að hugsa um hag öryrkja í þessu landi.