150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

Afbrigði um dagskrármál.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hyggst nú leita afbrigða fyrir því að taka megi 2. til með 4. dagskrármálið á dagskrá en þeim var útbýtt eftir 1. apríl og ekki er liðinn sá frestur sem 3. mgr. 37. gr. þingskapa áskilur, þ.e. svokölluð fimm daga regla er ekki uppfyllt.

Í ljósi aðstæðna óskar forseti eftir því að afbrigði verði veitt án atkvæðagreiðslu samkvæmt heimild í 1. mgr. 80. gr. þingskapa. Enginn hreyfir andmælum og skoðast afbrigðin samþykkt.