150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að ekki verði lengra gengið í að sækja tryggingar gagnvart félaginu. Við leggjum málið fyrir þingið í þessum búningi, með þessum skilmálum, og þetta þarf að meta með hliðsjón af öðru því sem ríkið hefur farið fram á. Ég myndi segja að á móti áhyggjum af því að veðin kunni að reynast rýr ef þessi staða kemur upp ættu menn að vega og meta trúverðugleika rekstraráætlunarinnar. Menn ættu að skoða það hversu mikið hlutafé safnast. Menn ættu að skoða hversu langt aðrir mótaðilar félagsins hafa verið tilbúnir til að ganga, t.d. kröfuhafar. Þegar þetta allt er saman tekið er hægt að svara spurningunni: Hefur ríkið sett nægilega þröng skilyrði fyrir því að veita ríkisábyrgð og hefur ríkið reynt að (Forseti hringir.) gæta nægilega vel að hagsmunum sínum, þ.e. að lágmarka áhættuna? Ég tel að við höfum gert það.