150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

afgreiðsla frumvarps um hlutdeildarlán.

[11:11]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Frú forseti. Það er eiginlega stórmerkilegt að svona veigamikið atriði hafi ekki fengið umræðu í velferðarnefnd og hvað þá kynningu, ekki einu sinni tölvupóstur. Eins og komið hefur hér fram er ekki hægt að finna einn einasta stafkrók um þetta í atkvæðagreiðsluskjölum. Meira að segja sagði hv. þingmaður, framsögumaður málsins, í gær að hún hefði rangt bréf í höndunum. Ég vil eiginlega trúa því (Gripið fram í.) að hún hafi ekki haft hugmynd um þetta. (Gripið fram í.) Af hverju eiga þeir sem eru með samþykktan kaupsamning að njóta forgangs? Við vorum í sjálfu sér með töluverðar áhyggjur af því hvernig ætti að skipta á milli þessara örfáu íbúða sem eru í boði og svo kemur þetta sem hvergi er að finna í okkar skjölum og fólk situr hér og hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi.