150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

afgreiðsla frumvarps um hlutdeildarlán.

[11:14]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Klúðurslegt frumvarpið verður enn þá klúðurslega og ég sem hélt að það væri ekki hægt að flækja þetta mál meira. Þetta átti að vera svo einfalt, eins einfalt og hægt væri, það sögðu Bretarnir við okkur, það sögðu Skotarnir: Hafið þetta einfalt. En málið var flókið og nú er það gjörsamlega komið í hnút. Það er alveg með ólíkindum að hægt sé að setja inn þessa breytingu án þess að tala við einn einasta í stjórnarandstöðunni í velferðarnefnd. Þetta er óboðleg framkoma og meiri hlutanum til háborinnar skammar að það skuli viðgangast að fara þessa leið. Það er hvergi stafur um að þetta eigi að fara fram. Það er bara talað um smá leiðréttingu á texta. Þetta er miklu meira en það. Þetta er gífurleg leiðrétting á frumvarpi.