150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

afgreiðsla frumvarps um hlutdeildarlán.

[11:32]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Frú forseti. Ég ætla að leyfa mér að taka undir orð hv. þingmanns sem talaði rétt áðan. Auðvitað eru þetta vond vinnubrögð og ég tek undir það og fer fram á að gert verði hlé á þingfundi á meðan við fundum í velferðarnefnd. Ég vænti þess að formaður nefndarinnar boði okkur á þann fund. Það er nefnilega þannig að þetta var ekki að finna í atkvæðagreiðsluskjölum. Það var engin kynning og það var engin umræða þannig að ekki veitir af því að við förum vel yfir þetta mál.